
Íslensk heildverslun
Heildverslun nútímans

Tree Hut
Tree Hut er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hóf starfsemi sína árið 2002 í Texas. Þetta byrjaði allt á einföldu “body butter” kremi en þau komust fljótlega að því að rakakrem er ekkert án réttrar húðhreinsunar.
Eftir stöðugar prófanir og endurgjöf viðskiptavina fundu þau loks formúluna að rétta líkamsskrúbbnum.
Með þrautseigjuna að vopni eru Tree Hut skrúbbarnir nú vinsælustu líkamsskrúbbar í Bandaríkjunum.
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að vörurnar innihaldi ekki skaðleg efni og notast að mestu við náttúruleg innihaldsefni.

SKIN1004
SKIN1004 er margverðlaunað, ofnæmisprófað og náttúrulegt húðvörumerki frá Suður-Kóreu. Gildi SKIN1004 er að bjóða náttúrulegar og vandaðar húðvörur á sanngjörnu verði. SKIN1004 er stolt af því að vera hreint snyrtivörumerki og hafa hlotið viðurkenningar sem staðfesta það, svo sem GMP framleiðsluvottun, EWG vottun og Cruelty-free og Vegan vottun frá PETA.
Aðalinnhaldsefni SKIN1004 er unnið úr plöntunni Centella Asiatica. SKIN1004 notast við Centella úr ósnortinni náttúru Madagaskar, þar er loftslagið eins hreint og það gerist. Centella frá Madagaskar hefur reynst innihalda sjö sinnum meira magn virkra efna en frá öðrum vaxtarstöðum plöntunnar.
-
Centella Ampoule
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Centella Light Cleansing Oil
SKIN1004Listaverð 5.000 ISKListaverðEiningaverð / -
Centella Ampoule Foam
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Centella Toning Toner
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Centella Quick Calming Pad
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Centella Soothing Cream
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Centella Watergel Sheet Ampoule Mask
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Hyalu-Cica Hydrating Mask
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Hyalu-Cica First Ampoule
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Poremizing Clear Toner
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Poremizing Clarifying Mask
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Poremizing Fresh Ampoule
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Poremizing Quick Clay Stick Mask
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Tone Brightening Boosting Toner
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Tone Brightening Cleansing Gel Foam
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Tone Brightening Glow Mask
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð / -
Tone Brightening Capsule Ampoule
SKIN1004Listaverð 1 ISKListaverðEiningaverð /

Polarbox
Polarbox eru stílhrein kælibox með retro yfirbragði, hönnuð bæði fyrir notagildi og útlit. Fyrirtækið framleiðir allar sínar vörur á Spáni. Boxin eru létt, vel einangruð og koma í litríkum pasteltónum með leðurólum, sem gerir þau fullkomin fyrir veisluna, útilegur og önnur ferðalög.
Vörumerkið á rætur sínar að rekja til fyrirtækisins Polisur, stofnað 1984 í Lepe á Spáni. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiðslu umbúða fyrir matvælaiðnaðinn allt frá stofnun.
Árið 2020 var Polarbox svo kynnt til sögunnar sem ný nálgun á hefðbundnum kæliboxum, með áherslu á hönnun, gæði og tísku. Varan sló í gegn bæði í Evrópu og víðar um heim. Polarbox hefur orðið að eftirsóttum lífsstílsvörum sem sameina gæði og fagurfræði á einstakan hátt.

COSRX
COSRX hefur framleitt húðvörur í rúman áratug og saga vörumerkisins er ansi áhugaverð. Áhersla vörumerkisins er að framleiða snyrtivörur með hágæða innihaldsefnum og COSRX hefur skýra stefnu þegar kemur að vali þeirra efna sem notuð eru. Stefnan tryggir að vörurnar uppfylli þær gæðakröfur sem neytandinn gerir til snyrtivara í dag. Það sem meira er, vörurnar eru ekki prófaðar á dýrum og ofnæmisprófaðar í Suður-Kóreu.
COSRX byrjaði sem lítið kóreskt húðvörumerki en náði fljótt vinsældum utan Asíu þegar forvitnir Bandaríkjamenn og Evrópubúar vildu kynnast „austurlenskum töfrum“. Fljótlega eftir að vörurnar voru markaðssettar, tóku húðsérfræðingar fljótt eftir sérstöðu varanna og byrjuðu að notast við vörunar við alls kyns húðmeðferðir. COSRX heldur uppi öflugu vöruþróunarteymi sem fylgist með hvað markaðurinn vill hverju sinni en heldur þó alltaf í sín kjarnagildi. Úrvalið er fjölbreytt og hver og einn getur fundið COSRX vöru sem hentar þeirra húðtegund.

It's a 10
Carolyn Aronson stofnaði It’s a 10 árið 2005 með það að markmiði að bjóða upp á hágæða vörur sem þjónuðu margþættum tilgangi. Fyrir þann tíma hafði hún starfað sem hársnyrtir í yfir 20 ár, var óánægð með vöruframboðið á þeim tíma og ákvað að taka málið í sínar eigin hendur.
Í dag er It’s a 10 alþjóðlegur hárvöruframleiðandi en vörurnar þeirra eru fáanlegar hjá yfir 40.000 söluaðilum.
Leave-in næringin þeirra er ein sú vinsælasta í sínum flokki í Bandaríkjunum!
-
Keratin Leave-In
It's a 10 -
Blonde Leave-in
It's a 10 -
Miracle Leave-In
It's a 10

Living Proof
Living Proof var stofnað 2005 af hárgreiðslufólki og líftæknifræðingum frá MIT. Teymið var vel mannað af heimsklassa vísindamönnum undir forystu Dr. Bob Langer, einum afkastamesta uppfinningamanni í sögu læknisfræðinnar.
Markmið Living Proof er að búa til frumlegar lausnir sem eru hannaðar til að leysa raunveruleg hárvandamál. Vörurnar eru án parabens og sílikons og ekki prófaðar á dýrum.
Fyrirtækið er með 120 alþjóðleg einkaleyfi, 450+ formúlur, 44 vörur og hefur unnið yfir 200 verðlaun
-
PHD Dry Shampoo
Living Proof -
Full Conditioner
Living Proof -
Full Shampoo
Living Proof