Farðu í vöruupplýsingar
1 5

COSRX

The Retinol 0.1 Cream

The Retinol 0.1 Cream

Vörulýsing
Retinól eða A-vítamín getur verið afar áhrifaríkt innihaldsefni og hefur marga kosti fyrir húðina. Retinól eykur meðal annars framleiðslu kollagens, sem hjálpar til við að slétta húðina og draga úr sýnileika fínna lína og hrukka. Kremið stuðlar að endurnýjun húðfrumna, sem hjálpar til við að draga úr dökkum blettum, sólarblettum og öðrum litabreytingum. Retinól getur einnig hjálpað til við að gera húðina mýkri og sléttari með því að hraða á endurnýjun húðfrumna og minnka húðholur. Efnið getur hjálpað til við að hreinsa stíflur í húðholum, sem getur dregið úr bólumyndun. 

Retinól er þekkt fyrir öflug áhrif á öldrunareinkenni húðarinnar og hreinsun húðhola, en þar sem það getur verið ertandi við fyrstu notkun er mælt með að byrja í lágum styrkleika og byggja upp þol húðarinnar smám saman. Þetta retinól er því hentugt fyrir byrjendur efnisins. 

Kostir
Bætir útlit hrukkna og sléttir línur
Eykur teygjanleika húðar
Mýkir áferð húðar
Kemur í veg fyrir bólur og ör
Rakagefandi

Fyrir
Fyrstu merki um hrukkumyndun
Hægir á öldrun húðar
Grófa húð
Þurra húð

Notkun
Berið þunnt lag á húðina að kvöldi til, áður en rakakrem er notað. Gott er að byggja upp þol fyrir vörunni, byrja á að nota annan hvern dag fyrstu vikuna og þegar húðin er orðin vön efninu er hægt hefja daglega notkun. Retinól gerir húðina viðkvæmari fyrir sól og er mikilvægt að nota alltaf sólarvörn á morgnanna. Ekki skal nota aðrar retinól vörur eða sýrur (AHA/BHA) með kreminu. 

Skoða allar upplýsingar